Netnámskeið

Golf - Viltu bæta sveifluna!

Skilvirk endurheimt fyrir gólfarann. Bandvefsnudd, hreyfiflæði/mobility, styrkur, virknisæfingar, djúpteygjur og öndunaræfingar!
Kennari og eigandi

Sigrún Haraldsdóttir

Happy Sigrún kynntist fyrst jóga árið 2008 eftir að hafa lent í meiðslum á hálsi. Eftir að hafa verið á fullu í íþróttum og ræktinni frá unga aldri fann hún nýja leið til að rækta líkamann. Í jóga iðkuninni fann hún í fyrsta skiptið vellíðan í bæði líkama og sál. Hún stundaði jóga næstum upp á dag í þrjú ár, ákvað þá að tímabært væri að læra nánar um hvað snýr upp og niður í líkama okkar.Eftir að hafa klárað ÍAK-einkaþjálfarann, nám í jógafræðum, ógrynni af námskeiðum og fyrirlestrum þekktra fræðimanna/-kvenna um heilsu, þá kynntist hún Roll Model Method aðferðinni og hóf til við að hanna Happy Hips æfingakerfið. Tímarnir eru sambland af því besta úr jóga og losun á spennu í bandvef með sérstökum boltum. Nú rúllar hún sér, sem og landanum í form.
Sigrún Haraldsdóttir - Eigandi og hönnuður
Created with