TAKTU RÉTTA SKREFIÐ!

Viltu Hlaupa BETUR!?

Á námskeiðinu er farið yfir:
- Skilvirk bandvefsnudd á iljum, ökklum, kálfum, lærvöðvum, rassvöðvum, djúpum mjaðmavöðvum, mjóbaki, brjóstvöðvum og herðum.
- Hreyfiflæði sem einblína á teygjur/opnun fyrir iljar, aftanverð og framanverð læri, rassvöðva, mjóbak og hrygg.
- Losun trigger-punkta sem setjast að í vöðvum og samgróningum, sem setjast að í bandvefslögum.
- Leiðréttingaræfingar og vöðvavirkni.
- Rétta öndun til að bæta súrefnisupptöku og minnka álag á öndunarfæri.
- Djúpa endurheimt (Yin) til að róa líkama og sál.

Þú færð aðgang að fjórum 60mín tímum, nokkrum styttri myndböndum, fræðslu frá Silju Úlfars um hlaupastíl og fleira!
Þú tekur tíma þegar þér hentar og eins oft og þú vilt!
Hreyfiflæði, bandvefsnudd og styrktaræfingar!
umsögn

Frá sumarnámskeiðum

Takk kærlega fyrir mig.
Ég er búin að vera dásama tímana þína við aðra hlaupara og íþróttafólk. Ég mæli svo sannarlega með námskeiðinu Bandvefslosun og hreyfifærni Hlauparar.Þegar ég skráð mig á námskeiðið þá gat ég varla hlaupið vegna verkja í kálfum sem voru svo stífir að mig verkjaði við hvert fótatak.Mér leið betur strax eftir fyrsta tíma og finn ég hvað orkan mín hefur aukist og hreyfifærni með því að vera nudda með boltunum góðu.Ég er farin að geta hlaupið aftur og líður mun betur í líkamanum og er hann allur afslappaðri með reglulegri endurheimt.

-Hildur Ósk Brynjarsdóttir  

Takk fyrir námskeiðið. Ég mæli svo eindregið með því. 
Tímarnir eru vel uppsettir og þú útskýrir mjög vel. Held að þetta henti öllum hlaupurum ekki spurning. Ég er ákveðin í að nýta mér það sem ég lærði á námskeiðinu, en er eiginlega leið yfir að námskeiðið sé búið. Tímarnir voru svo góðir og þessi klukkustund svo fljót að líða. Á örugglega eftir að koma aftur enda fann ég hvað mér líður betur eftir tímana. Takk fyrir mig.

-Þórhildur Elfarsdóttir
Kennari og eigandi

Sigrún Haraldsdóttir

Happy Sigrún kynntist fyrst jóga árið 2008 eftir að hafa lent í meiðslum á hálsi. Eftir að hafa verið á fullu í íþróttum og ræktinni frá unga aldri fann hún nýja leið til að rækta líkamann. Í jóga iðkuninni fann hún í fyrsta skiptið vellíðan í bæði líkama og sál. Hún stundaði jóga næstum upp á dag í þrjú ár, ákvað þá að tímabært væri að læra nánar um hvað snýr upp og niður í líkama okkar.Eftir að hafa klárað ÍAK-einkaþjálfarann, nám í jógafræðum, ógrynni af námskeiðum og fyrirlestrum þekktra fræðimanna/-kvenna um heilsu, þá kynntist hún Roll Model Method aðferðinni og hóf til við að hanna Happy Hips æfingakerfið. Tímarnir eru sambland af því besta úr jóga og losun á spennu í bandvef með sérstökum boltum. Nú rúllar hún sér, sem og landanum í form.
Sigrún Haraldsdóttir - Eigandi og hönnuður
Created with