Þú ert þinn besti meðferðaraðili!

Lærðu aðferðir til að losa um spennu, auka hreyfi.- og stöðuskyn, styrkja og  líða vel í eigin líkama.

Minnka stress og streitu til muna og halda því við þegar þér henta á þínum tíma!

Ávinningur 

Við aukum þína líkamsmeðvitund og örvun á stöðu- og hreyfiskyn (proprioception). 
Þú lærir að hlusta og taka réttu skrefin til endurhæfinga eða bæta skilvirka forvörn inn í þína rútínu!

Hreyfifærni og styrkur

Hreyfiflæði og styrktaræfingar sem auka hreyfifærni og hreyfivitund!

Endurheimt

Skilvirk bandvefslosun með boltum frá Tune Up Fitness. Losum um trigger punkta, samgróninga og bætum vökvaflæði bandvefs.

Streitulosun

Með því að rúlla og þrýsta á spennusvæði koma fram jákvæð áhrif á orkukerfið, blóðrásarkerfið, sogæða- og ónæmiskerfið og uppskeran er slökun og jafnvægi.

Námskeið í boði

Rúlla hrygg og brjóstbak!

Losaðu um óþægindi og streitu

Í bandvefnum er mikið af skyntaugum og geta því vandamál í bandvef valdið verkjum. Ef bandvefur er stífur í lengri tíma getur það orðið til þess að liðamót aflagast og starfsgetan breytist eða skerðist.

Með því að nota bolta til að nudda líkamann erum við að mýkja upp og losa um vefina, minnka vöðvaspennu, auka blóðflæði til svæðisins og fylla taugabrautir af jákvæðum boðum, boðum um vellíðan en draga úr sársaukaboðum sem fyrir eru.

Með nuddi er einnig hægt að losa um samgróninga í vöðvum, festum þeirra (sinum) og bandvef. Með því tvinna saman hreyfiflæði/jóga og bandvefsnuddi er hægt að auka hreyfifærni og bæta líðan í líkamanum.

Skráðu þig á póstlistann!

Thank you!
Created with